Máling sum náttúra - Guðrún Einarsdóttir á Norðurbryggjuni

Listaframsýning við verkum eftir Guðrun Einarsdóttur á Norðurbryggjuni í Keypmannahavn letur upp fríggjadagin 24.oktober kl 16-18. Framsýningin heldur fram til 18.januuar 2015.

Framsýningin hevur verið at síggja á Listasavni Føroya. Guðrún Einarsdóttir nýtir eitt serligt kynstur, tá hon skapar sínar málningar. Hon blandar litir, olju og loysingarevni í ymiskum lutfalli á eitt lørift, sum liggur niðri. Síðan tekur turkingin yvir, og tað er hon, sum skapar tey ótrúligu organisku mynstrini og endurtøkurnar, sum gera myndirnar so serstakar.


"Í list minni vinn ég með grunnþætti náttúrunnar; hvernig orka færist til og umbreytist. Í sköpunarferlinu gegnir það mikilvægu hlutverki að kanna efnið og gera tilraunir.“
(Guðrún Einarsdóttir)

Guðrún Einarsdóttir er fædd 1957. Hún stundaði nám í málaradeild og fjöltæknideild Myndlista- og Handíðaskóla Íslands á 9. áratugnum, ásamt námskeiðum í efnafræði síðar á ferlinum. Verk Guðrúnar mætti kalla „náttúrumálverk“, en þau eru í grundvallaratriðum byggð á tilraunum hennar með olíumálningu, bindi- og leysiefni. Verkin skapast út frá skilyrðum náttúrunnar – þeas. efnanna – fremur en út frá hefðbundnum landslagsmálverkum, og það má því kannski segja að hún eigi meira sameiginlegt með rannsóknarmanni en listamanni.
 
Í sköpun verkanna kannar Guðrún undirliggjandi form efnanna með því að framkalla tilraunir með blöndun olíumálningu og bindi- og leysiefna. Af og til grípur hún inn í ferlið með því að bæta við lit, en er það eingöngu gert til að leggja áhersu á þá náttúrulegu mynd sem birtist – ekki til að láta listrænar hugmyndir breyta ferlinu.

Með þessu móti er hlutverk listamannsins eingöngu að skapa umgjörð fyrir efnabreytingar með það að leiðarljósi að kalla fram innra líf efnanna. Listamaðurinn stjórnar ekki ferlinu, en fylgir breytingunum eftir með því að stýra skömmtum og sjá til þess að efnin fái nægjanlega langan tíma til að þorna – en þessir tveir þættir eru mikilvægir hvað varðar mótun þess landslags sem efnið geymir.

Undanfarna tvo áratugi hefur Guðrún Einarsdóttir tekið þátt í fjölda samsýninga, en einnig sýnt einkasýningar bæði á Íslandi og erlendis. Hún er fulltrúi Íslands á alþjóðavettvangi, en verk hennar er að finna bæði á opinberum söfnum sem og í einkaeign.